Press "Enter" to skip to content

Við mælum með…Gaia GPS

Þegar kemur að gps öppum í snjallsímum okkar eru þau jafn misjöfn og þau eru mörg. Við höfum hins vegar fundið eitt sem gerir allt sem gera þarf…og gott betur. Við kynnum til leiks Gaia GPS!

Appið kemur út fyrir iOS og Android stýrikerfið og því hægt að setja það upp á símum og spjaldtölvum. Til viðbótar við það er einnig til vefsíða þar sem auðvelt er að skipuleggja ferðalög sín og færa svo yfir í snjalltækin.

Gaia GPS er fyrst og fremst staðsetningarforrit, þ.e.a.s. það heldur utan um leiðir sem farnar eru og hjálpar notandanum við að rata. Það geymir “trökkin” í skýjinu þar sem hægt er að skoða þau aftur í tímann þrátt fyrir að snjalltækið glatist eða er endursett. Það er mikill kostur þar sem ekki þarf að hafa áhyggjur af því að hlutir glatist þó allt fari á versta veg. Annar kostur þess er að hægt er að setja inn .gpx skrár (trökk) frá öðrum notendum eða tækjum og fylgja þeim. Þannig er hægt að skoða sem dæmi síðuna Wikiloc, finna leið til að fylgja, setja inn í Gaia GPS og elta hana.

Að lokum er vert að minnast á það að appið virkar án netsambands og því skiptir ekki máli hvort maður sé að nota það á láglendi við borgir og bæji eða upp á hálendi þar sem lítið er um samband. Hægt er að hlaða inn kortum áður en haldið er af stað í ævintýrið og þannig verið með allt á hreinu þegar samband verður lítið eða ekkert. Einnig sparast mikil orka við að skella tækinu sínu á airplane mode og hafa ekki áhyggjur af því hvort það sé að leita að sambandi eða ekki. Appið sjálft mun virka áfram.

Við mælum því með Gaia GPS fyrir alla þá sem ferðast um leiðir sem krefjast rötunar…og kunnáttu á staðháttum.

Hægt er að kaupa áskrift að appinu um þessar mundir á góðum afslætti hér.