Press "Enter" to skip to content

Við mælum með…Real Turmat

Eftir erfiðan dag á fjöllum er fátt verra en að setja upp tjaldið, blása upp dýnuna og gera matinn sinn kláran…og það er þurrmatur framundan…og mann hlakkar bara ekkert til! Þeir sem hafa gengið um fjöll og heiðar til lengri tíma þekkja þessa tilfiningu og hafa lent í þessum aðstæðum allavega einu sinni – við tengjum við þetta.

Eftir að hafa kynnst Real Turmat vörunum eru lengri ferðir, morgunmatar og kvöldmatar, ekki lengur vandamál! Þurrmatur er nefnilega ekki bara þurrmatur!

Án þess að fara nákvæmlega í saumana á því hvernig vörurnar eru framleiddar, matreiddar, þurrkaðar og pakkaðar þá getum við þó sagt að þær hafa allt það sem við þurfum á löngum ferðalögum. Vörurnar eru bragðgóðar, næringaríkar, auðveldar í “eldun” og mjööög léttar í grömmum….sem skiptir svo miklu máli þegar allt er haft á bakinu.

Úrvalið skemmir svo ekki fyrir. Chilli eða kjúkklingur í tikka masala á sumarkvöldi, inn í tjaldi upp á hálendi…of gott! Eða að vakna úti, við sólina og létta golu, og búa sér til hafragraut með þurrkuðum ávöxtum og hella upp á kaffi…þetta bara getur ekki klikkað!

Vörurnar fást í flestum útivistarverslunum og stórmörkuðum t.d. Fjallakofanum, Ellingsen og Fjarðarkaup og eru fluttar inn af Lindsay hf.

Mælum með!