Press "Enter" to skip to content

Posts published in “Leiðarlýsingar”

Blákollur í Jósepsdal (532m)

Á þessari leið sem við segjum frá hér er gengið upp og niður sömu leiðina en margir möguleikar eru þó í boði vilji fólk lengja daginn sinn og fara hring um svæðið. Við keyrum Suðurlandsveginn í átt að Hveragerði framhjá Litlu kaffistofunni, upp brekkuna að áminningarskilti Umferðarstofu þar sem bílhræunum…

Stóri Meitill (514m)

Við fjölluðum um Litla Meitil um daginn og nú er komið að þeim stóra, Stóri Meitill er það! Stóri Meitill liggur á Hellisheiðinni, fremst inn í Þrengslum og best er að leggja við malarnámuna góðu þegar gengið er á fjallið. Leiðin upp er fjölbreytt og bíður upp á frábæra æfingu.…

Litli Meitill (465m)

Innst inn í Þrengslum á Heillisheiði liggur Litli Meitill, fallegur og skemmtilegur tindur sem hentar öllum þeim sem eru að safna nýjum fjöllum í safnið. Tindurinn, ef svo mætti að orði komast, er ekki sá hæsti í brannsanum en hann kemur skemmtilega á óvart með hverju skrefinu á leiðinni upp.…

Hafrahlíð(245m) og Reykjaborg (286m)

Við hlið Úlfarsfells, sem við gerum ráð fyrir að flestir höfuðborgarbúar hafa gengið á, er fell sem líklega aðeins færri hafa farið á. Fellið þetta, sem gnæfir yfir Hafravatni, er ýmist nefnt Hafrahlíð (245m) eða Hafrafell. En það er ekki eina fellið sem við ætlum að rölta á í dag…

Heiðmörk

Við borgarmörkin er að finna stærsta útivistarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu, sjálfa Heiðmörk. Heiðmörk þarf vart að kynna fyrir lesendum enda er þetta vinsæla svæði sannkölluð útivistarparadís. Hvort sem þú kýst að vera gangandi, hlaupandi, hjólandi, á gönguskíðum þegar það er hægt eða jafnvel á hestbaki, drekka heit kakó með fjölskyldunni eða…

Selvogsgata

Fyrir ofan Hafnarfjörð, milli Bláfjalla og Krýsuvíkur, liggur falin perla sem nauðsynlegt er að skoða aðeins betur. Við kynnum til sögunnar næstu A-til-B göngu, Selvogsgötu. Selvogsgata er fórn þjóðleið sem liggur frá Selvogi og Hlíðarvatni og alla leið til Hafnafjarðar. Hún var mikið farin af fólki sem átti leið sína…

Kattartjarnaleið

Þriðja og síðasta A-til-B gangan sem við birtum í bili er Kattartjarnaleið, en áður höfum við fjallað um Leggjabrjót og Síldarmannagötur.  Kattartjarnaleið er óhemju fjölbreytt og skemmtileg leið sem liggur milli Hveragerðis og Grafningsvegar við sunnanvert Þingvallavatn. Við kjósum að hefja leika í Hveragerði, þá klárast hækkunin okkar snemma og…

Síldarmannagötur

Á næstu dögum ætlum við að birta þrjár skemmtilegar, A-til-B göngur sem henta flestum. Fyrst fjölluðum við um Leggjabrjót og hér kemur sú næsta í röðinni, Síldarmannagötur. Í þessari leiðarlýsingu fetum við í fótspor forfeðra okkar og örkum gömlu verslunar- og þjóðleiðina Síldarmannagötur. Síldarmannagötur liggja úr Botnsdal í Hvalfirði og yfir…

Leggjabrjótur

Á næstu dögum ætlum við að birta þrjár skemmtilegar, A-til-B göngur sem henta flestum. Hér kemur sú fyrsta, Leggjabrjótur. Leiðin yfir Leggjabrjót var mikið farin hér áður fyrr og er ein fjölda þjóðleiða í nágrenni höfuðborgarinnar. Menn ríðu milli sveita um skarðið sem skilur Botnssúlurnar frá Búrfelli á Þingvöllum, yfir…

Æsustaðafjall (220m) & Reykjafell (269m)

Ofan við Mosfellsbæ leynist stutt og skemmtileg gönguleið sem hentar frábærlega sem fjölskylduganga (t.d. fyrir eða eftir sunnudagsheimsóknina í bakaríið!) eða góðviðrisrölt eftir vinnu. Breyttu út af vananum og kíktu á Æsustaðafjall og Reykjafell! Við keyrum upp í Mosfellsdal og beygjum til hægri inn á afleggjarann að Hlaðgerðarkoti. Fljótlega beygjum…