Press "Enter" to skip to content

Ferðaskilmálar og skyldur

Eftirfarandi skilmálar gilda í ferðum á vegum Af Stað ehf.

Bókanir
Bókanir á ferðum skulu fara fram á netfanginu info@afstad.com þar sem tiltekið er um hvaða ferð er að ræða, kennitölu greiðanda og/eða kennitölur annara farþega sem bókað er fyrir.
Í framhaldi er útbúinn reikningur fyrir staðfestingargjaldi og telst sæti bókað þegar sá reikningur er greiddur að fullu.

Sendur er út annar reikningur fyrir lokagreiðslu ferðar og þarf hann að vera greiddur 4 vikum fyrir brottför í lengri ferðum en 2 vikum fyrir brottför í styttri ferðum.

Aldurstakmark í ferðir á vegum Af Stað ehf. er 16 ára nema í fylgd með forráðamanni.

Afbókanir
Ef ferð er afbókuð með meira en 2 vikna fyrirvara fæst hún endurgreidd að fullu (að frátöldu staðfestingargjaldi).
Ef ferð er afbókuð með 1-2 vikum fyrir brottför fæst 50% af lokagreiðslu endurgreidd.
Ef ferð er afbókuð með 1 viku eða styttri fyrirvara fæst hún ekki endurgreidd.

Staðfestingargjöld eru óendurgreiðanleg nema að Af Stað ehf. felli ferð niður.

Þátttökugjald í stuttum dags- eða kvöldferðum (þar sem ekki er innheimt sérstaklega staðfestingargjald) fæst ekki endurgreitt.

Þátttökugjald í námskeiðum eða hópastarfi fæst ekki endurgreitt eftir að starfið hefst. Að öðru leyti fylgir það afbókunarskilmálum hér að ofan.

Breytingar eða niðurfellingar ferða
Af Stað ehf. áskilur sér rétt til þess að breyta, fresta eða fella niður ferð vegna lítillar þátttöku, slæms veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna. Ef svo gerist fæst ferðin endurgreidd að fullu, þar með talið staðfestingargjald.

Tryggingar og skyldur farþega
Farþegar skulu ávallt fylgja þeim fyrirmælum og leiðbeiningum sem fararstjórar á vegum Af Stað ehf. útdeila. Þeim ber skylda að stofna hvorki sér né öðrum í hættu, líkamlegri eða útbúnaðarlegri.

Af Stað ehf. tryggir ekki útbúnað né farþega og ferðast þeir ávallt á sinni eigin ábyrgð. Vakin skal athygli á því að tryggingarfélög bjóða upp á ferða- og slysatryggingar sem gott er að skoða og kynna sér.