Að standa á hæsta tindi landsins er eitthvað sem marga dreymir um og hefur það færst í aukana að fólk láti það eftir sér og láti drauminn rætast. Af Stað hefur undanfarin ár haldið undirbúningsnámskeið fyrir þessar stóru ferðir á hájöklana, t.d. Hvannadalshnúk, Hrútfjallstinda o.fl og hjálpað einstaklingum að ná þessum draumi sínum.
Og á næsta ári verður engin undantekning á því!
Verkefnið Af Stað Jöklar 2024 er komið í sölu og um þessar mundir er boðið upp á 20% afslátt af þátttökugjaldinu ef skráð er fyrir 10. desember nk. Hér er á ferðinni námskeið sem fer með þátttakedur á 5 jökla, í frábærar undirbúningsgöngur og verklega kennslu. Allt þetta í EINUM pakka!
Af Stað – Jöklar 2024
Hefur þig langað til að ganga á hæstu tinda Íslands, standa á toppnum og fagna sigrinum? Þá er hér eitthvað fyrir þig! Hér er á ferðinni 5 jökla dagskrá ásamt frábærum undirbúningsferðum!
ATH – VERKEFNIÐ ER NÚ UPPSELT!
Fyrir hverja?
Svarið er einfalt. Verkefnið er fyrir alla þá sem dreymir um ferðalag á hæstu tinda landsins, að læra nýja hluti og stíga út fyrir þægindarammann sinn. Þetta er fyrir þá sem eru tilbúnir í frábæra áskorun undir faglegri leiðsögn sem mun tryggja að upplifunin verði sem best.
Hvað þarf ég að kunna fyrir?
Þessi er mjög algeng. Er þetta ekki bara fyrir þá sem eru búnir að ganga á fjöll alla sína ævi eða hafa fæðst í tjaldi undir berum himni með gönguskó á löppum….? NEI, svo sannarlega ekki!
Verkefnið hefur ávalt verið sett upp með það að leiðarljósi að þátttakendur læri öll grunntökin í fjallamennsku sem þurfa þykir í þeim ferðum sem eru framundan. Allt frá því hvernig á að klæða sig á fjöllum, til þess hvað skal borða og drekka. Farið er yfir þessi atriði frá grunni og því er óhætt að mæta með litla þekkingu en mikinn áhuga. Þegar líður á námskeiðið er farið yfir sérhæfð atriði og útbúnað sem þarf að þekkja og nota á jöklum, svo sem notkun brodda og exi, göngu í línu eða að pissa á fjöllum (enda mjög mikilvægt atriði!).
Hvaða útbúnað þarf ég að eiga?
Hér er best að svara þessari með spurningu á móti, hvað áttu til nú þegar?
Við eigum flest til útivistarfatnað sem þarf til að stunda fjallgöngur, s.s. gönguskó, buxur, flíspeysu og jakka. Til viðbótar við þetta bætist smám saman búnaður sem þurfa þykir eins og lúffur, góð húfa, höfuðljós eða litlir fjallabroddar. Allt þetta kemur með tímanum, á sama tíma og kennt er á búnaðinn, hugtökin og hvar og hvernig við notum hann. Sérhæfða búnaðinn sem notast verður við upp á jöklunum, s.s. brodda, exi og göngubelti er hægt að leigja í útivistarverslunum og því óþarfi að splæsa í allan pakkan…alveg strax. En reynsla okkar er sú að þessi baktería, þessi fjallabaktería er eina bakterían sem við viljum fá og ekki losna við og því enda margir á að kaupa sér útbúnað notaðan eða nýjan til að eiga til framtíðar. Við aðstoðum alltaf við val þegar við á.
Af hverju þetta verkefni frekar en annað?
Þegar stórt er spurt…
Af Stað býður upp á mörg verkefni og gönguhópa með mismunandi áherslum. Hér er lögð áhersla á kennslu og þjálfun sem þarf að öðlast fyrir háu tindana. Verkefninu lýkur í maí en reynslan og minningarnar sitja eftir um ókomna tíð. Þetta hentar því vel þeim sem vilja taka góða törn á fjöllum og fara svo í sumarfrí eða leggjast undir feld og ákveða næstu markmið (…ef það reynist erfitt þá munum við bjóða öllum inn í verkefnið Toppar þar sem boðið er upp á reglulegar ferðir yfir árið).
Við vonum að þessi samantekt hjálpi við ákvörðunina og svari sem flestum spurningum. Við erum alltaf til í spjall, í pósti, síma eða skilaboðum. Ekki hika – bara vera með!