Press "Enter" to skip to content

Posts published in “Fróðleikur”

Skel…fyrir hendur?

Það er mígandi rigning og það bætir í vind. Við erum stödd upp á fjalli og ekki á því að láta smá bleytu stoppa okkar! Förum í bakpokann okkar og drögum fram skelina, jakkann og buxurnar og á núll einni erum við orðin tiltölulega vatnsheld og tilbúin í framhaldið. Hettan…

Mánudagstips í vetrarfjallamennsku

Það er rok úti, snjókoma og lítið skyggni. Maður hylur allt andlitið nema augun, þau þurfum við víst að nota áfram. Nú fýkur allt framan í mann og erfitt að sjá hvert skal halda – og akkúrat þá koma skíðagleraugun til sögunnar! Skíðagleraugu eru ekki aðeins notuð við skíðaiðkunn heldur…

Jólagjafahugmynd – Þurrpoki

Færslan er ekki kostuð á neinn hátt, aðeins ánægð fjallamanneskja sem vill deila gleðinni sem öðrum.  Þurrpoki eða dry bag er tilvalin jólagjöf fyrir útivistarfólkið. En hvað er þurrpoki og til hvers þurfum við svoleiðis spyrja sig einhverjir að núna. Mjög góðar og gildar spurningar sem við ætlum að svara.…

Hvernig skal geyma svefnpoka?

Þetta er góð og gild spurning sem kemur upp í huga manns þegar útilegubúnaðurinn fer í geymslu yfir veturinn. Svefnpokar eru oft á tíðum stór fjárfesting og því mikilvægt að hugsa vel um þá til þess að geta notið þeirra sem lengst. Geymsla þeirra skiptir því miklu máli! Flestir góðir…

Er kalt?

Svarið er einfalt…já það er kalt! Næstu daga má búast við kuldabylgju á landinu. Veðurfræðingar og fréttamiðlar keppast nú við að vara okkur við veðrinu, undirbúa sig vel og alls alls alls ekki láta sér verða kalt! Því það er ömurlegt! En hvað skal gera – hvað er gott að…

Hversu mörg skref?

Þú ert kominn með nýja, fína úrið þitt á höndina, búin að sækja appið í símann og setja allt í gang til þess að telja daglegu skrefin…og hvað svo? Hvað er eiginlega mælt með að taka mörg skref á dag? Þegar þessi spurning er gúggluð koma tölurnar á bilinu 7.000-12.000…

Haustútilegur – Matur (3. hluti)

Þá er komið að síðasta hluta þessarar seríu okkar um haustútilegur. Fyrri færslur má finna hér og hér. Í dag ætlum við að ræða það heilaga, það sem hlýjar manni og allir eru spenntastir fyrir…matnum! Hvað er gott að hafa í huga þegar kemur að matarmálum og búnaði tengdum þeim.…

Haustútilegur – Búnaður (2. hluti)

Við höldum áfram þessari seríu okkar og ætlum að fjalla um búnaðinn í dag, hvað þarf ég til þess að skjótast í haustútilegu, hvað er nauðsynlegt og hvað er gott að hafa. Eins og með annað er ákveðinn búnaður nauðsynlegur en annar er “lúxus”, það er gott að hafa hann…