Press "Enter" to skip to content

Litli Meitill (465m)

Innst inn í Þrengslum á Heillisheiði liggur Litli Meitill, fallegur og skemmtilegur tindur sem hentar öllum þeim sem eru að safna nýjum fjöllum í safnið. Tindurinn, ef svo mætti að orði komast, er ekki sá hæsti í brannsanum en hann kemur skemmtilega á óvart með hverju skrefinu á leiðinni upp.

Keyrður er Þrengslavegur og beygt til vinstri af honum rétt áður en komið er að Raufarhólshelli. Bílastæðið er beint fyrir framan fjallið, fært öllum bílum.

Bílastæðið

Við hitum létt upp, reimum skónna og höldum beint upp, bókstaflega! Gangan er strax á fótinn þegar við hefjum hana upp Meitilstaglið, eða lítinn og fallegan hrygg sem leiðir mann alla leið upp á topp. Eftir fyrstu brekkuna kemur góður beinn og sléttur kafli þar sem maður nær andanum aftur, fyrir næstu brekku.

…og þegar næstu brekku lýkur…þá kemur bara ein í viðbót…en hún er líka sú síðasta fyrir toppinn sjálfan. Brekkurnar eru grasi- og mosa vaxnar og því þægilegt að ganga eftir stígnum upp. Áður en haldið er á toppinn sjálfan þarf að þræða bergið í gegn og er það lítið mál fyrir góða gönguskó.

Síðasti spölurinn

Af toppnum er útsýni til allra átta, yfir Hellisheiðina, Ölfuss og til Bláfjalla sem loga fallega.

Útsýnið klikkar ekki!

Gangan er frábær skemmtun hvort sem um vetur eða sumar er að ræða. Hún er þægileg og hentar öllum þeim sem treysta sér í stutta en skemmtilega æfingu. Leiðin upp tekur um 45mín og heildartíminn er um 1,5 klst með góðum myndastoppum.

Hraunið á leiðinni heim

Farin er sama leið upp og niður en einnig er hægt að halda áfram, yfir fjallið og koma niður hinu megin við það. Þá er komið niður á vegslóða sem hægt er að fylgja til baka á bílastæðið, meðfram Litla Meitli. Gengið er um hraunbreiðu sem leynir á sér.

Hér er hægt að nálgst trakk af leiðinni fyrir þá sem vilja sækja það og fylgja, við mælum með því. Hér er um hring að ræða.

Við mælum með Litla Meitli…sá litli með miklu útsýni!