Press "Enter" to skip to content

Posts published in “Umfjöllun”

Við mælum með…Gaia GPS

Þegar kemur að gps öppum í snjallsímum okkar eru þau jafn misjöfn og þau eru mörg. Við höfum hins vegar fundið eitt sem gerir allt sem gera þarf…og gott betur. Við kynnum til leiks Gaia GPS! Appið kemur út fyrir iOS og Android stýrikerfið og því hægt að setja það…

Við mælum með…Real Turmat

Eftir erfiðan dag á fjöllum er fátt verra en að setja upp tjaldið, blása upp dýnuna og gera matinn sinn kláran…og það er þurrmatur framundan…og mann hlakkar bara ekkert til! Þeir sem hafa gengið um fjöll og heiðar til lengri tíma þekkja þessa tilfiningu og hafa lent í þessum aðstæðum…

Við mælum með…Fimbul

Fimbul er ný íslensk vefverslun með íþróttafatnað fyrir þær hörðu, íslensku aðstæður sem við búum við. Eins og aðstandendur síðunnar segja strax á forsíðunni, “Ekki láta veðrið koma í veg fyrir æfinguna!”. Því má gera sér í huga hvers konar vörur eru til sölu á síðunni.

Við mælum með…Wikiloc

Þegar kemur að því að finna leiðir til að ganga eftir, vista sínar eigin leiðir og tölfræði og grúska almennt í kortum er vefsíðan Wikiloc.com frábær vettvangur til þess.

Við mælum með…Wappinu

Wappið er íslenskt snjallsímaforrit (app), hannað og gefið út af Einari Skúlasyni. Þetta er gönguapp með mjög miklu safni (sem fer ört stækkandi) af GPS gönguleiðum sem notendur geta fylgt eftir.