Og hvað er þá eiginlega til ráða? Svarið er einfalt, að byrja!
Verkefnið Af Stað fyrir byrjendur hefur verið haldið reglulega frá stofnun félagsins. Fyrst um sinn var um árlegt verkefni að ræða þar sem áherslan var lögð á sumrin og göngur á þeim árstíma. Síðan hefur margt vatn runnið til sjávar og námskeiðum fjölgað til að mæta þeim aukna áhuga sem hefur átt sér stað. Síðastliðin ár hefur námskeiðið verið svo haldið þrisvar á ári og margir sem hafa stigið sín fyrstu skref í útivist hjá okkur. Og á næsta ári verður engin breyting á!
…psst…ekki gleyma því að til 10. desember er boðið upp á 20% afslátt af skráningu í hópinn með kóðanum “forskraning2024”
Af Stað – Fyrir byrjendur
2024 dagsetningar:
– 22. janúar
– 6. maí
– 26. ágúst
Fyrir hverja?
Þetta námskeið er fyrir alla þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í útivist, vilja læra nýja hluti og stíga út fyrir þægindarammann sinn. Við bjóðum byrjendur jafnt sem þá sem vilja byrja aftur að stunda útivistana eftir hlé velkomna.
Hvað þarf ég að kunna áður en ég skrái mig?
Þar sem um byrjendanámskeið er að ræða þá er svarið ekki flókið, ekkert! Gert er ráð fyrir því að þátttakendur séu með litla þekkingu á útivstinni og því sem henni tengist. Farið er hægt yfir atriði eins og göngutækni, klæðnað, nesti, notkun stafa o.fl.
Námskeiðið er sett upp með það að markmiði að eftir 4 vikur ættu allir að treysta sér til þess að hefja útivistar vegferð sína á eigin vegum, með meiri þekkingu í bakpokanum en áður.
Hvaða útbúnað þarf ég að eiga?
Göngufatnað, skó og lítinn bakpoka. Á veturna notum við göngubrodda sem hægt er að kaupa í öllum útivistarverslunum. Á dimmasta tímanum kemur höfuðljós að góðum notum. Allt þetta og notkun þess er farið yfir á námskeiðinu og fræðslufundinum sem haldinn er. Leiðsögumenn okkar aðstoða síðan við val á hlutum ef þess er óskað. Hér er því frábært tækifæri til að fá leiðsögn t.d. við fataval, “hvernig buxur þarf ég til að verða ekki kallt?”
Af hverju þetta verkefni frekar en eitthvað annað?
Einhversstaðar þurfum við öll að byrja og hér er frábær vettvangur til þess. Í staðinn fyrir að ganga á næsta fjall án þekkingar eða rétts útbúnaðar þá er mun skynsamlegra og öruggara að gera það með leiðsögn og á rólegum nótum. Hóparnir eru litlir og ráðgjöfin persónuleg og skilar sér því betur. Líkurnar á því að útivistin verði ánægjuleg aukast til muna og er það akkúrat markmiðið okkar. Að smita sem flesta af þessari bakteríu sem við viljum öll fá og helst ekki losna við.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að vera með að skrá sig til leiks, ekki bíða og velta hlutunum fyrir sér of mikið. Komið með – þetta verður frábært ár!