Hvað gerir hann ekki?!
Hópurinn Af Stað Toppar 2024 ætlar að flakka um fjöllin á næsta ári, fara í allskonar fjallgöngur um allar trissur. Stuttar og lengri ferðir, auðveldar og krefjandi, allskonar fyrir alla. Þetta er nokkurn veginn besta lýsingin á þessum hópi.
Og við bjóðum alla velkomna með!
…psst…ekki gleyma því að til 10. desember er boðið upp á 20% afslátt af skráningu í hópinn með kóðanum “forskraning2024”
Af Stað – Toppar 2024
Gerðu 2024 að mögnuðu fjallaári, því besta sem þú hefur upplifað!
Fyrir hverja?
Þessi gönguhópur er fyrir alla þá sem vilja hafa fasta liði í dagatalinu sínu, fara í reglulegar göngur, byggja upp þol, þekkingu og þor. Markmiðið er einfalt, að hafa gaman í skemmtilegum félagsskap, upplifa náttúruna og fara í skemmtilegar ferðir saman.
Hvað þarf ég að kunna áður en ég skrái mig?
Ferðirnar sem þessi hópur fer í eru af öllum toga, stuttar göngur á virkum kvöldum til að vinna í þolinu og þrekinu sem síðan kemur að góðum notum um helgar þegar ferðirnar verða lengri og brattari. Stundum notum við jöklabrodda og ísexi og rifjum þá upp hvernig sá búnaður er notaður. Stundum förum við í línur og skellum hjálmi á hausinn en það er lítið mál. Fyrst og fremst er gert ráð fyrir því að allir séu í sæmilegu gönguformi og tilbúnir í skemmtilegt verkefni. En eins og við segjum alltaf, gönguformið kemur ansi hratt, það byrja allir vel ryðgaðir eftir jólin en eru komnir í sjötta gír á vorin!
Hvaða útbúnað þarf ég að eiga?
Fatnað til að stunda útivistina í, gönguskó, bakpoka og litla göngubrodda á kaldasta tímanum. Síðan skiljum við þá eftir heima þegar líður á vorið. Stundum notum við jöklaútbúnað, brodda, exi og belti og þá er hægt að fá lánað í næstu útivistarverslun. Svo eru leiðsögumenn okkar alltaf til taks þegar kemur að ráðleggingum á búnaði fyrir þá sem vilja versla sér sitt eigið.
Af hverju þetta verkefni frekar en eitthvað annað?
Ef þig hefur langað að komast í gönguhóp sem gengur allt árið um kring, er með dagsetningar í dagatalinu sínu fráteknar fyrir skemmtilegar ferðir og leikur sér saman á fjöllum þá er þetta akkúrat hópurinn. Stemmningin er góð, aldursbilið er breitt og kynjahlutfallið nokkuð jafnt. Hér hvetjum við hvort annað áfram, hjálpumst að og gleðjumst síðan saman yfir árangrinum. Brandararnir eru margir og oftast fleiri en kílómetrarnir sem gengnir eru.
Vonandi hjálpar þessi samantekt við valið á gönguhópi næsta árs. Það er af nægu að taka hjá Af Stað og munu Toppar skemmta sér svo sannarlega á fjöllum. Ef eitthvað er óljóst eða þið viljið spjalla þá erum við alltaf til taks, í tölvupósti, skilaboðum eða síma. Heyrumst…og sjáumst svo á næsta ári!