Press "Enter" to skip to content

Við mælum með…Fimbul

Fimbul er ný íslensk vefverslun með íþróttafatnað fyrir þær hörðu, íslensku aðstæður sem við búum við. Eins og aðstandendur síðunnar segja strax á forsíðunni, “Ekki láta veðrið koma í veg fyrir æfinguna!”. Því má gera sér í huga hvers konar vörur eru til sölu á síðunni.

Fimbul var stofnuð nú á haustmánuðum með það að markmiði að gera íslendingum kleift að stunda útivist óháð veðri eða vindum. Okkur hér hjá Af Stað finnst þetta markmið alveg frábært þar sem við tölum fyrir útivist allan ársins hring, ekki bara þessa 12 sólardaga sem eru hér á Íslandi að öllu jöfnu.

Verslunin býður upp á vörur frá Gore Wear og Icebug. Þessi tvö vörumerki eru ekki að hringja mörgum bjöllum eflaust en þegar farið er dýpra ofan í saumana kemur í ljós hversu mikil gæði þau bjóða upp á.

Vörurnar eru nefnilega gerðar úr efninu GoreTex sem flestir útivistagarpar þekkja vel til enda ein besta vatns- og öndunarfilma á markaðinum. Í einföldu máli, hún er vatnsheld og heldur rigningu úti, er með mjög mikla öndun og hrindir raka frá sér og veitir manni gott skjól þegar á því þarf að halda. Öll stærstu útivistarmerkin, t.d. 66°Norður, Northface og Patagonia hafa verið að nota GoreTex filmuna í flíkum sínum um árabil með frábærum árangi.

Fimbul býður upp á fallega og vel sniðna hlaupajakka, buxur og peysur ásamt mjög góðu úrvali af aukahlutum. Allt sem maður þarf til þess að sigrast á veðrinu í næsta hlaupi, léttri göngu eða hjólaferð.

 

Af stað nú…allir að kíkja á Fimbul.is