Press "Enter" to skip to content

Við mælum með…Wappinu

Wappið er íslenskt snjallsímaforrit (app), hannað og gefið út af Einari Skúlasyni. Þetta er gönguapp með mjög miklu safni (sem fer ört stækkandi) af GPS gönguleiðum sem notendur geta fylgt eftir.

Fyrir utan leiðirnar sjálfar þá inniheldur appið mikið magn af upplýsingum um þær, allt frá jarðfræði og lífríki til almennra hætta sem gætu leynst. Einnig fylgja ljósmyndir og teikningar þar sem á við.

Appið sjálft er frítt með góðu safni af fríum leiðum. Einnig er hægt að kaupa fleiri leiðir í því og kostar hver og ein þá um 100kr. Leiðirnar eru flokkaðar eftir erfiðleika og ætti því hver og einn að geta fundið eitthvað fyrir sinn gönguskó.

Appið er gefið út fyrir bæði iOS stýrikerfi (App Store) og Android (Google Play Store).

 

Af stað nú…allir að prófa Wappið!

Comments are closed.