Press "Enter" to skip to content

Ferðaáætlun 2024 er mætt á svæðið!

Ferðaáætlun Af Stað fyrir árið 2024 er mætt á svæðið, sjóðandi heit og tilbúin í fjörið! Áætlunin er stærri sem aldrei fyrr þar sem boðið verður upp á klassískar dagsferðir, námskeið og gönguhópa, lengri ferðir um landið sem og erlendis.

Nú er því ekkert annað í stöðunni en að fá sér heitt kakó og renna í gegnum úrvalið sem boðið verður upp á á næsta ári. Okkar vinsælu hópar verða á sínum stað þar sem Toppar munu ganga saman á 24 mismunandi fjöll yfir árið og Jöklar ætla að hefjast handa við undirbúning fyrir háu tindana í vor. Byrjendur verða á sínum stað þrisvar á næsta ári sem og Útilegubakpokinn en hann verður dreginn fram þegar líður á árið.

Við förum í skemmtilegar dagsgöngur víða um landið þar sem áherslan verður lögð á að skemmta sér og upplifa náttúruna. Svo má ekki gleyma jöklaferðunum en þar ætlum við að heimsækja ansi glæsilega toppa. Þegar líður á sumarið verður farið í bakpokaferðir hér og þar og allsstaðar.

Um páskana og aftur næsta haust förum við síðan til Nepal og göngum hina sívinsælu leið upp í grunnbúðir Everest. Ferðalag um Nepal er sko ekki “once in a lifetime” enda kallar landið á fólk aftur og aftur. Þessar verða geggjaðar!

Veittur er 20% afsláttur af öllum námskeiðum og innlendum ferðum í forsölu með kóðanum “forskraning2024″ og gildir hann til 10. desember nk.

Við kynnum einnig til sögunnar nýjan fítus hér á síðunni okkar, Ferðadagatalið. Þar er hægt að sjá hvaða ferðir eru á dagskrá hverju sinni. Ertu í sumarfríi í júlí? Kíktu þá á mánuðinn og skoðaðu hvað er í boði.

Framundan er stórt og flott ár og hlökkum við mikið til að upplifa það með ykkur. Við bjóðum alla núverandi göngufélaga velkomna aftur og hvetjum alla nýja til að koma með og upplifa stuðið sem Af Stað hefur upp á að bjóða! Og ef þið eruð enn ekki sannfærð, kíkið þá við á Instagram síðuna okkar og sjáið öll þessi brosandi andlit!

Takk fyrir frábært ár öll sömul og sjáumst á fjöllum ❤️