Description
Með góðum undirbúningi, faglegri kennslu og þjálfun eru jöklarnir í seilingarfjarlægð. Jöklar 2024 býður upp á akkúrat þetta og gott betur! Láttu drauminn rætast og vertu með frá upphafi! Þessi dagskrá er nefnilega pökkuð af góðgæti!
Í vetur og vor ætlum við að læra á útbúnað okkar, allt frá fatnaði til jöklabúnaðar. Við ætlum að fræðast um hvernig skal ganga upp háar brekkur, hvernig á að beita stöfum niður þær, hvernig á að huga að öndun til að minnka mæði og hvað skal borða og drekka til að fjallgöngurnar verði sem ánægjulegastar. Framundan eru skemmtilegar og fræðandi vikur, fullar af fróðleik og frábærum fjöllum. Við byrjum rólega og smám saman förum við hærra og lengra, alla leið á toppinn!
Komdu með í þetta ævintýri!
Verkefnið samanstendur af 14 mismunandi göngum, 2 rafrænum fundum og sérstakri kennslu á jöklaútbúnað svo allir verða með réttu þekkinguna fyrir þær göngur. Í boði verða tveir undirbúningsjöklar (Snæfellsjökull og Eyjafjallajökull) fyrir ferðirnar í maí þegar farið verður á þrjá háa og magnaða tinda, Birnudalstind, Hvannadalshnúk og Hrútfjallstinda. Já, allar þessar göngur í einum pakka, 5 jöklar og frábærar undirbúningsferðir!
20.01 – Helgafell í Hfj
23.01 – Fræðslufundur
6.02 – Grímmannsfell
17.02 – Stóra Kóngsfell
20.02 – Esja upp að steini
5.03 – Litli Meitill
16.03 – Skarðsheiði
19.03 – Stapatindur
2.04 – Akrafjall
10.04 – Kennsla á jöklabúnað (verklegt)
13.04 – Snæfellsjökull
20.04 – Eyjafjallajökull
24.04 – Undirbúningsfundur
30.04 – Vífilsfell
11.05 – Birnudalstindur
18.05 – Hvannadalshnúkur
25.05 – Hrútsfjallstindar
Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.
Verð : 75.000kr.
Veittur er 20% afsláttur af seinna gjaldi ef hjón eða pör skrá sig saman (sama lögheimili).
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur. Hægt er að skipta greiðslum upp í allt að 4 skipti.
Nánari upplýsingar, fyrirkomulag, útbúnaður og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.
Ath. námskeiðið fæst niðurgreitt hjá flestum stéttarfélögum. Við hvetjum alla til að kanna það hjá sínu.
Vertu í bandi – spurðu – komdu með!