Af Stað – Með útilegubakpokann

From: 19.900 kr.

Dagsetningar 2024:
– 9. apríl
– 21. maí

Category:

Description

Langar þig að prófa þetta “með allt á bakinu” dæmi sem allir eru að tala um? Ferðast af miklu frelsi en jafnframt öryggi? Læra hvernig á að velja næturstaði? Skipuleggja matinn? Pakka í bakpokann? Þá er þetta ör-verkefnið fyrir þig!

Við bjóðum upp á grunnkennslu í ferðalögum með allt á bakinu. Farið verður yfir öll helstu atriðin sem viðkoma þessu viðfangsefni, s.s. útbúnað, mat, leiðarval, leikreglur og margt fleira.

Kennslunni er skipt upp í 4 skipti; tvo fyrirlestra á vefnum og tvo hittinga þar sem sá seinni verður einnar nætur ferð á Snæfellsnesið, þar sem genginn verður falleg 20km leið á tveimur dögum. Settar verða upp tjaldbúðir í 400m hæð á afar fáförnum en fallegum stað.

 

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

ATH : takmarkaður fjöldi er í þetta verkefni.

 

Boðið verður upp á tvö námskeið á árinu 2024 og eru dagsetningarnar hér að neðan.

Innifalið:
– 2x fyrirlestrar (9.04 + 16.04) EÐA (21.05 + 28.05)
– verkleg kennsla (23.04) EÐA (04.06)
– lokaferð (27.04 – 28.04) EÐA (08.06 – 09.06)
– leiðsögn

Verð : 19.900kr.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ath. námskeiðið fæst niðurgreitt hjá flestum stéttarfélögum. Við hvetjum alla til að kanna það hjá sínu.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!