Press "Enter" to skip to content

Topp 5 – Hlaðvörp í útivistinni (podcast) – II. ÚTGÁFA

Það er gul viðvörun úti, rok með snjókomu og litlu skyggni, kaffið komið í gang og leitin að góðu útivistarhlaðvarpi er hafin!

Við höfum áður fjallað um skemmtileg hlaðvörp sem gaman er að hlusta á í útivistinni og nú er komið að því að uppfæra þann lista og skella í nýjan topp 5! Hér að neðan eru 5 hlaðvörp sem fjalla um margvíslega útivist og allt sem henni tengist.

The Stokecast – skemmtilegt hlaðvarp frá Emily og Jonathan þar sem þau fá gesti til sín í viðtal. Þættirnir eru byggðir upp á samtölum þar sem hver og einn er tileinkaður einum viðmælanda eða viðfangsefni. Hér er rætt um allt á milli himins og jarðar, fjallgöngur, hlaup, róður og ljósmyndun…ekkert viðfangsefni er of lítið!

Outside Podcast – auðvitað skellir eitt stærsta útivistartímarit í hlaðvarp, annað væri synd! Eins og tímaritið er þetta mjög fjölbreytt hlustun þar sem farið er yfir skemmtilegustu og stærstu greinar hverju sinni í tímaritinu. Hafsjór af fróðleik.

Out Alive – fyrir þá sem eru þyrstir í hetjusögur, nær dauða en lífi frásagnir og annað góðgæti…þetta hlaðvarp hefur það allt! Fengnir eru skemmtilegir viðmælendur sem segja sögu sína á mjög myndrænan og spennandi hátt. Hér er auðvelt að gleyma sér.

Kraig Adams – skemmtilegur strákur sem hefur undanfarið verið að færa sig frá hraða lífi stórborgar og snúa sér meira að ferðalögum og fjallgöngum. Þetta er gaurinn sem sló í gegn síðasta sumar þegar hann fór einn sins liðs á Hornstrandir og skilaði af sér skemmtilegu You Tube myndbandi sem fór eins og eldur í sinu um netið. Hann er einfaldur, tekur viðtöl og ræðir lífið og tilveruna.

The Sharp End – sögur, slys, reynsla og upplifun…það er nokkurn vegin það sem þetta hlaðvarp snýst um. Frá Bandaríska alpa klúbbnum koma hér stórkostlegar sögur sagðar af þeim sömu sem í þeim lenda. Gæsahúð ofan á gæsahúð!

Það er nóg til af frábæru efni þarna úti sem ætti að duga manni í gegnum lægðina sem yfir gengur núna…bæði í veðri og Covid…af stað nú…tjékkið á þessari fimmu!

Ferðaáætlun 2025 er komin út!