Press "Enter" to skip to content

Af Stað!

Við mælum með…Gaia GPS

Þegar kemur að gps öppum í snjallsímum okkar eru þau jafn misjöfn og þau eru mörg. Við höfum hins vegar fundið eitt sem gerir allt sem gera þarf…og gott betur. Við kynnum til leiks Gaia GPS! Appið kemur út fyrir iOS og Android stýrikerfið og því hægt að setja það…

Við mælum með…Real Turmat

Eftir erfiðan dag á fjöllum er fátt verra en að setja upp tjaldið, blása upp dýnuna og gera matinn sinn kláran…og það er þurrmatur framundan…og mann hlakkar bara ekkert til! Þeir sem hafa gengið um fjöll og heiðar til lengri tíma þekkja þessa tilfiningu og hafa lent í þessum aðstæðum…

Kattartjarnaleið

Þriðja og síðasta A-til-B gangan sem við birtum í bili er Kattartjarnaleið, en áður höfum við fjallað um Leggjabrjót og Síldarmannagötur.  Kattartjarnaleið er óhemju fjölbreytt og skemmtileg leið sem liggur milli Hveragerðis og Grafningsvegar við sunnanvert Þingvallavatn. Við kjósum að hefja leika í Hveragerði, þá klárast hækkunin okkar snemma og…

Síldarmannagötur

Á næstu dögum ætlum við að birta þrjár skemmtilegar, A-til-B göngur sem henta flestum. Fyrst fjölluðum við um Leggjabrjót og hér kemur sú næsta í röðinni, Síldarmannagötur. Í þessari leiðarlýsingu fetum við í fótspor forfeðra okkar og örkum gömlu verslunar- og þjóðleiðina Síldarmannagötur. Síldarmannagötur liggja úr Botnsdal í Hvalfirði og yfir…

Leggjabrjótur

Á næstu dögum ætlum við að birta þrjár skemmtilegar, A-til-B göngur sem henta flestum. Hér kemur sú fyrsta, Leggjabrjótur. Leiðin yfir Leggjabrjót var mikið farin hér áður fyrr og er ein fjölda þjóðleiða í nágrenni höfuðborgarinnar. Menn ríðu milli sveita um skarðið sem skilur Botnssúlurnar frá Búrfelli á Þingvöllum, yfir…

Útivist og húðumhirða

Stærsta líffæri líkamans er húðin og það reynir mikið á húð þeirra sem stunda mikla útivist. Húðin gegnir ýmsum hlutverkum þar á meðal að verja okkur frá umhverfinu, mengun og sólargeislum. Einnig geymir húðin í sér vatn, fitu og D-vítamín.Þeir sem eru duglegir að stunda útivist afhjúpa húð sína fyrir…

Skyndihjálpartaskan

Líkt og við öll vitum gera slys og óhöpp ekki boð á undan sér en þegar þau gerast er gott að hafa vaðið fyrir neðan sig og getað brugðist við með réttum hætti. Það kannast flestir við að hafa fengið blöðru undan nýjum skóm. Það er agalegt, óþægilegt og sársaukafullt.…

Æsustaðafjall (220m) & Reykjafell (269m)

Ofan við Mosfellsbæ leynist stutt og skemmtileg gönguleið sem hentar frábærlega sem fjölskylduganga (t.d. fyrir eða eftir sunnudagsheimsóknina í bakaríið!) eða góðviðrisrölt eftir vinnu. Breyttu út af vananum og kíktu á Æsustaðafjall og Reykjafell! Við keyrum upp í Mosfellsdal og beygjum til hægri inn á afleggjarann að Hlaðgerðarkoti. Fljótlega beygjum…

Jöklagleraugu eða sólgleraugu?

Nú þegar jöklaferðirnar eru í fullu fjöri kemur þessi spurning oft upp, þarf ég jöklagleraugu og ef svo er, hvað þarf ég að hafa í huga við val á þeim. Skoðum þetta betur. Til hvers þarf maður sólgleraugu á jökli? Svarið er einfalt, til að forða augun frá beinu sólarljósi…