Press "Enter" to skip to content

Kláraðu haustið með stæl!

Fyrsti vetrardagur nálgast óðum og aðeins 4 dagar eftir af haustinu, á laugardaginn næsta fögnum við loks vetrinum!

Veðurspáin næstu daga lítur vel út, milt veður í kortunum og því upplagt að stunda útivist. Við skorum því á alla að klára þetta haust með stæl og stunda 30 mínútna útivist á hverjum degi næstu 4 daga! Fjallganga, láglendisganga, hlaup, hjól, línuskautar, sund…möguleikarnir eru fjölbreyttir og nú er bara að velja! Hér er t.d. frábær grein um hversu mörg skref á dag mælt er með þvi að taka.

Fyrir þá sem vilja svo hefja veturinn af stæl mælum við með göngu á Skarðsheiði og Heiðarhorn sem við leggjum í á laugardaginn. Frábær ferð fyrir alla þá sem vilja útsýni, fallegt fjall og frábæran dag á fjöllum. Nánar er hægt að lesa á Facebook síðunni okkar. Komið með!

Fulla ferð inn í veturinn!