Næstu daga ætlum við að fjalla um haustútilegur og reyna að svara þeim pælingum sem brenna á mörgum um þessar mundir, þegar sólin er farin að staldra styttra við og frostið að heilsa upp á okkur…get ég ennþá farið í útilegu með allt á bakinu? Einfalda svarið er já! Og…
Af Stað!
Við borgarmörkin er að finna stærsta útivistarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu, sjálfa Heiðmörk. Heiðmörk þarf vart að kynna fyrir lesendum enda er þetta vinsæla svæði sannkölluð útivistarparadís. Hvort sem þú kýst að vera gangandi, hlaupandi, hjólandi, á gönguskíðum þegar það er hægt eða jafnvel á hestbaki, drekka heit kakó með fjölskyldunni eða…
Nú þegar kólna fer í veðri hugsum við klæðnaðinn okkar í útivistinni aðeins öðruvísi en við gerum yfir sumarið. Ullin næst líkamanum, hlýtt og gott miðlag og svo skel sem hlífir okkur við úrkomu og vindi. Þetta erum við farin að þekkja. Það sem vill þó oft gleymast hjá okkur…
Þau eru lítil og létt, líta skríngilega út, eru vind- og vatnsheld…og þau bjarga mannslífum. Þetta eitt og sér ætti að selja manni þá hugmynd að hlaupa út í næstu útivistarverslun og kaupa eitt stykki neyðarskýli. Setja það síðan neðst í bakpokan og gleyma því. En skoðum þetta aðeins nánar.…
Að verkja í hnén getur verið bagalegt ástand og fælir það marga frá því að stunda fjallgöngur, verkirnir sem maður á von á eru það miklir að betra er að sleppa því að fara út frekar en að láta sig hafa þá. En hvað er til ráða, eru til leiðir…
“Hvar væri maður ef ekki fyrir náttúruna?” – lét vinkona mín falla á vikulega Facebook vídjó fundinum okkar. “Já láttu mig þekkja það” svaraði ég án þess að hugsa og ætlaði að halda áfram með kaffibollan og spjallið þegar hún stoppaði mig og benti mér á að ég hef bara…
Haustið er skollið á og veturinn nálgast óðfluga. Við finnum hvernig rökkrið færist yfir á kvöldin, hitatölurnar lækka og við veljum þykkari peysur á morgnanna. Á kvöldin kveikjum við á kertum og höfum það huggulegt upp í sófa undir teppi með te í bolla og netflix í sjónvarpinu.En áður en…
Fyrir ofan Hafnarfjörð, milli Bláfjalla og Krýsuvíkur, liggur falin perla sem nauðsynlegt er að skoða aðeins betur. Við kynnum til sögunnar næstu A-til-B göngu, Selvogsgötu. Selvogsgata er fórn þjóðleið sem liggur frá Selvogi og Hlíðarvatni og alla leið til Hafnafjarðar. Hún var mikið farin af fólki sem átti leið sína…
Vinsældir gönguleiðarinnar yfir Fimmvörðuháls ætla engan endi að taka og svo virðist sem þorri landsins ætli að nýta sér þetta sumar til að ganga þessa margrómuðu leið. Skiljanlega segjum við – enda kvittum við óhikað undir að þetta sé ein af fallegri dagsleiðum landsins. 25 km, 1000metra og 8-11 klukkutímar…
Þetta er gild spurning, eða hugleiðing, og ein sem maður hefur rekist á af og til hjá göngufólki. Upphaflega heyrði maður þetta tengt háu fjöllunum, t.d. Hvannadalshnúk, þegar vant göngufólk segist ekki hafa áhuga á því að ganga á Hnúkinn, hann bara kallar ekki á það. Þetta er skrítið…eða er…