Visit page
Press "Enter" to skip to content

Posts published in “Fróðleikur”

Börn og útivera

Í nútíma samfélagi herjum við mikla baráttu við börnin okkar um athyglina. Sjónvarp, tölvuleikir, símar og fleira spila stóran þátt í baráttunni og verður hún oft hörð þegar kemur að því að fá barnið til að fara út að leika sér. Ein hugmynd sem oft er rædd í þessu samhengi er að semja við barnið og “verðleggja” t.d tölvuleikjatímann fyrir útiveru. 15 mín í tölvuleik fyrir 30 mín útiveru eða eitthvað í þá áttina. Auðvitað er það undir hverjum og einum komið að finna út rétta “verðlagið”. Það hefur verið sannað að útivera styrkir ofnæmiskerfið, eykur þol, bætir einbeitingu og dregur út streitu svo fátt eitt sé nefnt.