Press "Enter" to skip to content

Fyrsti vetrardagur nálgast!

…og við ætlum að fagna honum saman á fjöllum! Komdu með!

Við vorum að setja í loftið fjórar mismunandi ferðir fyrir þennan fallega dag þann 23. október og því ættu allir að geta fundið skemmtilega útivist við sitt hæfi á þessum degi.

Búrfell á Þingvöllum er þægileg ganga með jafnri hækkun á fótinn. Hún er um 14km löng og með 700m heildar hækkun.

Leggjabrjótur er forn þjóðleið sem gaman er að ganga. Hún er 16km löng og hækkunin aðeins 500m sem skiptast jafnt á fyrri helming leiðar. Hér verður farið með rútu frá Reykjavík.

Þvert yfir Esjuna er alltaf gaman að ganga og í fyrstu fönninni er það alveg sérstaklega! Við munum ganga frá Eilífsdal yfir á Þverfellshorn. Gangan er um 15km löng með 1000m hækkun. Þetta er skemmtileg vetrarferð þar sem gengið er í hæð með miklu útsýni. Hér verður farið með rútu frá Esjustofu yfir í Eilífsdal og gengið til baka.

Syðstasúla er alvöru vetrarferð! Hér verður gengið á hæstu súluna frá Þingvöllum. Hækkunin er töluverð eða um 1000m og fjallið bratt. Vegalengdin er um 14km. Gert er ráð fyrir því að þátttakendur komið með jöklabrodda og ísexi með sér. Þessi er hreint ævintýri fyrir þá sem þyrstir eru í smá brölt.

Allar nánari upplýsingar er að finna á Facebook síðu okkar þar sem hver og ein ganga fær sinn viðburð.
Ekki hika við að senda okkur línu á info@afstad.com fyrir frekari upplýsingar eða bókanir.

Sjáumst á fjöllum!