Press "Enter" to skip to content

Leikur að læra!

Það er leikur að læra og útivistarleikurinn er ansi skemmtilegur!

Í haust verður Af Stað með tvö námskeið með mismunandi áherslum og því eitthvað sem allir ættu að geta fundið sig í.

Af Stað – Fyrir byrjendur er byrjendanámskeið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í útivist, eru óvissir eða vilja læra og fræðast meira. Farið er yfir hluti eins og fatnað, útbúnað, tækni við göngur og fleiri atriði sem gott er að kunna. Fjöllin eru fjölbreytt sem farið er á, byrjað rólega og endað í langri göngu þar sem allt efnið sem þátttakendur læra kemur saman. Námskeiðið stendur yfir í fjórar vikur og undirbýr þátttakendur fyrir haustið og veturinn.

Af Stað – Haustverkefni 2021 er námskeið hannað fyrir þá sem hafa nú þegar grunnþekkingu í útivist og vilja ganga um falleg fjöll í góðum félagsskap. Fjöllin eru fjölbreytt og krefjandi og lýkur verkefninu í desember með göngu um Sólheimajökul og ísklifri! Verkefnið inniheldur 11 göngur, þar af 3 helgargöngur sem eru lengri. Þátttakendur halda sér með þessum hætti í formi í haust og inn í veturinn, tilbúnir í komandi verkefni eftir áramót.

Námskeiðin eru sett upp með blöndu af fræðslu og skemmtun í huga. Það er gaman að læra og ferðast um gangandi í skemmtilegum félagsskap! Bæði verkefnin eru frábær grunnur fyrir þá sem hyggja á stærri fjöll næsta vor, Hvannadalshnúk sem dæmi.

Nánar má lesa um verkefnin á Facebook síðu Af Stað eða með því að smella á hlekkina hér fyrir ofan.

Sjáumst í haust…og síðan í vetur!