Press "Enter" to skip to content

Posts published in “Fróðleikur”

Að þvo eða ekki þvo skelfatnað, hvert er svarið?

Þessi spurning kemur reglulega upp enda hefur viðhald skelfatnaðar verið á milli tanna útivistarfólks í langan tíma. Í gamla daga var mælt með því að þvo fatnaðinn eins sjaldan og maður gat. Það var gert til þess að viðhalda eiginleikum efnis í sem lengstan tíma og tryggðu framleiðendur aðeins ákveðna notkun og töldu að of mikill þvottur skemmdi efnið til lengri tíma.