Press "Enter" to skip to content

Primaloft vs Dúnn

Hver er munurinn á primaloft- og dúnfyllingu?

Margir velta þessari spurningu fyrir sér þegar kemur að vali á t.d. jökkum. Það er ekkert eitt rétt svar og gott er að hver og einn spyrji sjálfan sig eftirfarandi spurninga…

 • Í hvað er ég að fara að nota flíkina?
 • Við hvaða aðstæður nota ég hana?
 • Hvað er ég tilbúinn að borga fyrir flíkina?

Báðar fyllingarnar hafa sína kosti og galla og því er þetta mjög persónubundið hvað hver og einn telur að sé réttast hverju sinni. Þess vegna er mikilvægt að fara í gegnum þessar þrjár einföldu spurningar áður en lengra er haldið og auðvitað gott að ráðfæra sig við aðra en hafið ávalt í huga að við erum jafn ólík eins og við eru mörg.

 

Dúnn

Kostir

 • Besta hitaeinagrunin sem til er þegar mið er tekið af þyngd vs einangrun
 • Heldur hita lengi
 • Dúnjakkar pakkast mjög vel og því taka þeir ekki mikið pláss í bakpoka

Gallar

 • Missir hitaeinangrunina þegar hann blotnar
 • Nauðsynlegt að hugsa vel um dúninn og t.d. mikilvægt að þurka hann vel ef hann blotnar og eftir þvott
 • Dýrari vara en primaloftið

 

Primaloft

Kostir

 • Heldur eiginleikum þrátt fyrir að blotna
 • Þarfnast minni umhirðu og fljótari að þorna
 • Ódýrari vara en dúnninn

Gallar

 • Þyngri en dúnninn
 • Pakkast ekki eins vel
 • Heldur ekki hita eins lengi og dúnn

Það er fínt að taka það fram að báðar vörurnar eru frábærar og ég á sjálfur bæði dún og primaloft jakka. Þegar ég þarf að velja á milli þá hef ég yfirleitt hugsað þetta þannig… dúnjakkinn hentar betur við þurrar aðstæður hvort sem þær koma að utan (veður) eða innan (sviti). Dúnjakkinn verður því fyrir valinu þegar áreynsla er ekki mikil og veður kalt og þurft. Primaloft jakkinn hentar að sama skapi frábærlega þegar áreynsla er mikil og líkaminn svitnar og framleiðir meiri hita. Einnig ef líkur eru á blautu veðri og aðstæður kalla á það að nauðsynlegt sé að henda jakkanum yfir blauta skel í stuttu stoppi.

 

Ég fann einfalda en góða skýringarmynd sem hjálpar til við að útskýra muninn og vonandi aðstoða ykkur við að velja á milli. Kíkið á hana hér að ofan.

Comments are closed.