Press "Enter" to skip to content

Posts published in “Fréttir”

Leikur að læra!

Það er leikur að læra og útivistarleikurinn er ansi skemmtilegur! Í haust verður Af Stað með tvö námskeið með mismunandi áherslum og því eitthvað sem allir ættu að geta fundið sig í. Af Stað – Fyrir byrjendur er byrjendanámskeið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í útivist,…

Útivistin á skjálfta tímum

Í ljósi þeirra jarðhræringa sem hafa átt sér stað í dag er gott að minna allt þyrst útivistarfólk á að fara varlega þegar haldið er til fjalla um þessar mundir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er meðal annars við grjóthruni. Myndir dagsins frá Krýsuvík…

Er kalt?

Svarið er einfalt…já það er kalt! Næstu daga má búast við kuldabylgju á landinu. Veðurfræðingar og fréttamiðlar keppast nú við að vara okkur við veðrinu, undirbúa sig vel og alls alls alls ekki láta sér verða kalt! Því það er ömurlegt! En hvað skal gera – hvað er gott að…

Ný skíðadeild að opna!

Já það er rétt, það er nýtt skíðamerki að koma til landsins, tímalega í snjóinn! GG Sport er að taka inn vörur frá K2 vörumerkinu sem er algjör bomba í þessum bransa. Það er því lítið annað hægt en að bíða spenntur og sjá úrvalið þegar allt verður klappað og…

Er bongó?!

Svo sannarlega! Það spáir ansi vel á okkur hérna á Höfuðborgarsvæðinu um helgin og því tilvalið að nýta tímann og skella sér í smá útivist. Við minnum á leiðarlýsingarnar hérna á vefnum en þar má finna 25 skemmtilegar leiðir, mislangar og erfiðar og því ættu allir að finna eitthvað við…

Singles Day!

11.11 eða Singles day eins og dagurinn er þekktur í verslunarheiminum er á næsta leyti og nú er hægt að gera mörg frábær kaup á útivistarfatnaði og búnaði. Hérna eru nokkur dæmi um verslanir sem munu bjóða upp á frábær tilboð þennan dag. Ekki láta þau fram hjá ykkur fara!…

Náttúran og Covid

“Hvar væri maður ef ekki fyrir náttúruna?” – lét vinkona mín falla á vikulega Facebook vídjó fundinum okkar. “Já láttu mig þekkja það” svaraði ég án þess að hugsa og ætlaði að halda áfram með kaffibollan og spjallið þegar hún stoppaði mig og benti mér á að ég hef bara…

Þarf alltaf að vera fjall?

Þetta er gild spurning, eða hugleiðing, og ein sem maður hefur rekist á af og til hjá göngufólki. Upphaflega heyrði maður þetta tengt háu fjöllunum, t.d. Hvannadalshnúk, þegar vant göngufólk segist ekki hafa áhuga á því að ganga á Hnúkinn, hann bara kallar ekki á það. Þetta er skrítið…eða er…

Er veturinn nokkuð búinn?

Þó svo sólin sé farin að rísa hærra og hærra til lofts þá þarf veturinn þó ekki að vera búinn. Og fjallaskíðafólk ætti ennþá að geta haldið í gleðina sína, með fjöllin enn full af snjó! Fyrir ykkur sem eruð að leita að snjó, geggjuðum brekkum og almennilegu ævintýri þá…