Press "Enter" to skip to content

Útivistin á skjálfta tímum

Í ljósi þeirra jarðhræringa sem hafa átt sér stað í dag er gott að minna allt þyrst útivistarfólk á að fara varlega þegar haldið er til fjalla um þessar mundir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er meðal annars við grjóthruni. Myndir dagsins frá Krýsuvík og öðrum stöðum á Reykjanesi hafa sýnt mikið hrun af öllum stærðum.

Horfum upp í hlíðar þegar gengið er, sleppum tónlist í eyrum og forðumst brattar og grýttar hlíðar þar sem hætta er á grjóthruni.

Förum varlega og höldum áfram að njóta náttúrunnar okkar…sem er svo sannarlega að minna á sig þessa stundina.