Press "Enter" to skip to content

Náttúran og Covid

“Hvar væri maður ef ekki fyrir náttúruna?” – lét vinkona mín falla á vikulega Facebook vídjó fundinum okkar. “Já láttu mig þekkja það” svaraði ég án þess að hugsa og ætlaði að halda áfram með kaffibollan og spjallið þegar hún stoppaði mig og benti mér á að ég hef bara ekki hugmynd um hvað ég er að tala um! Ha, hvað meinaru?

Hún býr á Spáni þar sem reglur hafa verið hertar til muna, ferðalög takmörkuð o.fl. sem gerir útiveruna þeim mun erfiðari. Allt í einu fattaði ég hvað hún var að meina.

Ég þarf ekki að gera annað en að fara í föt, skó og út. Búmm…fjallið blasir við mér…bang…hraunið er hérna og powww…það skortir ekki ferska loftið! Það er klisja að segja að þetta sé ekki sjálfsagt en það er bara raunin, þessir litlu hlutir eru svo langt frá því að vera sjálfsagðir fyrir aðra í sömu Covid sporum!

Það þarf ekki að leita langt til að finna hvað náttúran er holl fyrir okkur, einfalt gúggl sýnir fram á ágæti 30 mínútna í senn sem gera kraftaverk með tímanum…hugurinn reikar, stressið og kvíðinn minnkar og hugmyndirnar kvikna. Meira um akkúrat þetta síðar.

Við búum við þau forréttindi að geta labbað út úr húsi og nánast beint í fangið á hreinni náttúru. Hennar eigum við að njóta sem aldrei fyrr núna, finna afþreyingu við okkar hæfi og njóta…skynsamlega.

…og áður en við vitum verðum við öll háð henni…takið mig bara á orðinu.