Þó svo sólin sé farin að rísa hærra og hærra til lofts þá þarf veturinn þó ekki að vera búinn. Og fjallaskíðafólk ætti ennþá að geta haldið í gleðina sína, með fjöllin enn full af snjó!
Fyrir ykkur sem eruð að leita að snjó, geggjuðum brekkum og almennilegu ævintýri þá er vert að benda á þessa fjallaskíða- og splitboard ferð austur á Seyðisfirði.
Heimamaðurinn Ívar Pétur Kjartansson ætlar að skinna með fólk um sínar slóðir, sýna því brekkurnar eins og honum einum er lagið! Ekki nóg með að vera frábær leiðsögumaður þá er hann líka geggjaður tónlistarmaður sem gæti sagt eina eða tvær bransasögur!
Tjékkið á þessari!