Press "Enter" to skip to content

Takk!

Við þökkum viðtökurnar síðustu daga, þær hafa verið ótrúlegar og svo gaman að sjá hvað landinn er spenntur fyrir útivistinni um þessar mundir! Það er klárt mál að 2020 verður ævintýraárið mikla hérlendis!

Vefurinn hefur dafnað vel síðustu vikurnar og vonandi mun efnið sem komið er nú þegar hjálpa ykkur við að fara af stað! Það er markmiðið okkar.

Með auknum lestri og fleiri heimsóknum hingað inn viljum við stækka hópinn okkar og fá fleiri áhugasama aðila til að taka þátt í skrifum með okkur – byggja upp þetta litla samfélag okkar!
Við leitum því að áhugasömum pennum sem þyrstir í að láta útivistarljósið (höfuðljósið) sitt skína og vera með. Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga að senda okkur línu á facebook, https://www.facebook.com/afstad/ og vera í bandi!

Ertu með leið í huga sem þig langar til að segja frá, eða mikinn áhuga á því að tala um fatnað, eða ert sérfræðingur í tækni og tækjum, eða…eða…eða. Möguleikarnir eru endalausir.

Að sjálfsögðu hvetjum við stelpur jafnt sem stráka til að vera með!

…af stað nú!

-Teymið