Press "Enter" to skip to content

Gleðilegt sumar!

Sumarið er loksins mætt…loksins!
Loksins fáum við lengri daga.
Loksins fáum við betra veður.
Loksins fáum við ný ævintýri.
Loksins loksins loksins…

Framundan eru skemmtilegir mánuðir, búnaðurinn okkar breytist, bakpokinn léttist, fatnaðurinn verður minni og þynnri og aukahlutirnir breytast í sólarvörn og derhúfur. En að þessu sinni stefnir allt í frábært innanlands ferðasumar. Við vonum svo sannarlega að þið njótið þess að ferðast innanlands í ár, upplifa nýja hluti og heimsækja staði sem okkur finnast að öllu jöfnu vera of “túristalegir”. Nýtum tækifærið á meðan það gefst!

Myndin í hausnum var tekin í gær við rætur Glyms. Staurinn er ekki mættur yfir ánna og vatnsmagnið mikið, farið því varlega á vaðinu yfir.

Strákarnir á Af Stað óska ykkur gleðilegs sumars!