Press "Enter" to skip to content

Upphaf?

…eða er “upphaf” kannski ekki rétta orðið þar sem upphafið átti sér í raun og veru stað fyrir tveimur árum síðan, í apríl 2018, þegar þessi vefur opnaði formlega.

Ný byrjun? Nei ekki heldur…

Ný ævintýri og nýr fróðleikur? Já…þarna er eitthvað komið!

Þá er það ákveðið! Við hefjum þessa vegferð aftur, frá þeim afleggjara sem var lagt við síðast!

Meginmarkmið þessa vefs hefur alltaf verið að veita fólki aðstoð við að stiga sín fyrstu skref í útivistinni, hver sem hún gæti svo verið. Hvort sem það er með fróðleik um fatnað eða upplýsingum um gönguleiðir þá er leiðarljósið alltaf það sama, að hjálpa og fræða. Nú, þegar áhuginn á útivistinni blómstrar sem aldrei fyrr, er réttur tími til að hefja leika aftur. Nú, þegar mörg okkar eru heima og hafa tíma til að lesa sig til og fylla á fróðleiksbirgðirnar, er réttur tími til að hefja leika aftur. Og nú, þegar sumarið er á næsta leiti og ferðaþorstinn okkar nær hámarki, er réttur tími til að hefja leika aftur!

Við viljum nota líka tækifærið og óska eftir fleiri ævintýraþyrstum pennum sem vilja láta ljós sitt skína, fræða okkur hin um málefni útivistar. Hafið samband við okkur í gegnum tölvupóstinn hér að ofan.

Tíminn er núna…við förum af stað!

-Strákarnir