…á þessum stuttu dögum sem er að ganga í garð um þessar mundir? Dagarnir eru styttri og styttri og erfitt getur reynst að komast út, eða að koma sjálfum sér út. Við eigum við þetta vandamál og þið eruð því ekki þau einu.
En þó svo að þessi tími er genginn í garð þá er mikilvægt að halda sér við efnið og áfram gangandi. Við mælum með styttri göngum og að breyta þeim til frá því í sumar, einblína meira á þrekæfingar heldur en langar vegalengdir.
Þannig er sem dæmi hægt að fara upp á Úlfarsfellið skokkandi upp og niður eða bara niður á meðan maður byggir upp þolið. Hér nær maður útiverunni og æfingunni þó svo að fjallið sjálft sé ekki það hæsta í bransanum.
Einnig mælum við með því að rifja þessa færslu upp um stöðuvötnin í kringum höfuðborgarsvæðið. Þetta eru nefnilega upplagðar vegalengdir til að fara rösklega, á skokkinu eða hröðu tempói, eftir vinnu eða þegar rökkvið er að skella á. Tjékkið því á þessari færslu.
Af stað nú…allir út og engar afsakanir!