Press "Enter" to skip to content

Sumarfríið búið – við byrjum aftur með hvelli!

Af Stað er mætt aftur eftir gott sumarfrí, töluvert af efni, myndum, sögum o.fl. Meira um það síðar…

En við byrjum með hvelli, nýju heimsmeti beint frá K2!

Andrzej Bargiel, pólskur skíða- fjalla, og allskonar kappi, gerði sér lítið fyrir og náði toppi K2 (8.611m) síðastliðinn sunnudag. Það væri þó ekki frásögufærandi…ja, jú, það eitt og sér er ákveðið afrek út af fyrir sig enda er hér um að ræða annað hæsta fjall heims og af mörgum talið það allra erfiðasta. En okkar maður stoppaði ekki þar heldur skíðaði hann niður, frá toppnum, alla leið niður í grunnbúðir aftur…í einum rykk…án þess að taka skíðinn af sér…og varð þar með fyrsti maðurinn til að afreka þetta!

Með í för var bróðir hans, Grzegorz Bargiel sem stýrði öllum aðgerðum úr grunnbúðum. Eins og afrekið sjálft var lífið í grunnbúðunum ekkert slor, teymið gífurlega stórt og allt ferlið myndað. Meðal annars förin upp og niður fjallið sjálft, en hún var öll mynduð með drónum! Enn ein rósin í hnappagatið hjá þessu teymi enda hefur annað eins myndefni ekki sést frá 8.000m tindum hingað til.

Vídjóið hér að neðan segir aðeins hálfa söguna…en þetta er ansi góð saga. Endilega smellið og skoðið.
Vonandi fáum við síðan að sjá meira af þessari för síðar…

Comments are closed.