Press "Enter" to skip to content

Reimið á ykkur skóna!

Það er fátt betra en að hreyfa sig á fallegum sumardegi og fylla lungun af súrefni. Hvort sem það eru heitir geislar sólarinnar sem ylja á manni kroppinn eða rigningin og rokið sem slær mann þéttingsfast á kinn þá getum við verið öll sammála um það að eftir útiveruna kemur maður heim endurnærður og glaður.

Þeir sem vilja bæta aðeins við upplifunina og fá smá auka „kick“ við það að skokka/hlaupa í hóp eða jafnvel skrá sig í keppni geta gert það nánast vikulega í allt sumar. Hérna er listi yfir hlaup sumarsins og er þetta allt frá fjölskylduskokki yfir í maraþon. Það geta því allir fundið eitthvað við sitt hæfi og í raun hafa enga afsökun til að sleppa.

Listinn tekinn af síðunni www.hlaup.is (Hlaupadagskrá 2018)

Comments are closed.