Press "Enter" to skip to content

Hjólað í vinnuna hefst 2. maí!

Hjólakeppnin sem sameinar vinnustaðina, bætir móral og eflir keppnisskap, Hjólað í vinnuna, hefst eftir nokkra daga! Ekki láta þessa fram hjá ykkur fara.

Lýsingarorðin eru að sönnu sögð, þetta er hrikalega skemmtileg keppni sem dregur fram keppnisskapið í hverjum vinnustað árlega. Einstaklingar keppast við að ná sem flestum kílómetrum og ferðum fyrir vinnustaðinn sinn og þannig slá aðra við…og þá helst þá sem eru í sömu starfsstétt, enda er það það skemmtilegasta 😉

Skráningin fer fram hér , ekki láta þessa fram hjá ykkur fara.

Af stað…hjólum í vinnuna!

 

Comments are closed.