Fyrir flesta dugar vel að klifa Esjuna reglulega, aðrir stefna á Hvannadalshnúk að minnsta kosti einu sinni á ævinni, enn aðrir vilja sjá útsýnið af hæsta tindi heims, Everest. En svo er til hópur manna sem gerir það aftur og aftur!
Kami Rita Sherpa er einstakur maður. Hann er 48 ára gamall og vinnur við að koma viðskiptavinum sínum á topp heimsins. Hann starfar fyrir Bandarískt fyrirtæki við góðan orðstír og hefur verið að klifra Everest allt frá árinu 1994 þegar hann toppaði í fyrsta sinn.
Í ár stefnir hann á toppinn í 22. skiptið og nú með 29 manna hóp allsstaðar að úr heiminum. Hann sagði við Reuters í Kathmandu að gangi allt eftir plani mun hópurinn standa á toppnum í kringum 29. maí og mun hann sjálfur þá setja met á fjallinu. Þegar hann var spurður hvað tekur við næst eftir að metið falli í hans hendur svaraði hann, „Ég held áfram að klífa fjallið og stefni á að komast upp 25 sinnum“.
Fylgjumst með þessum!
Comments are closed.