Press "Enter" to skip to content

Af stað…í upphafið

Í upphafi skal endinn skoða. Og að vissu leiti var það gert hér líka.

Þetta skal vera vettvangur fyrir íslenskt útivistarfólk, vant og óvant, af öllum aldri, með eitt sameiginlegt – áhuga á útivist. Áherslan er á orðinu “íslenskt” en það er vegna tungumáls þessa vefs, allar fréttir, fróðleikur o.fl. verða á íslensku og þannig vonandi sefja því hungri sem hefur verið á þessum markaði til þessa.

Útivistarmarkaður Íslands fer stækkandi með hverju tímabilinu…og talandi um tímabil þá virðast mörk milli þeirra fara hverfandi. Áður fyrr voru skíðamenn að stunda sína iðju á veturna, færðu sig svo í fjallgöngur, hjólreiðar o.fl. vor og sumarsport og svo aftur yfir í næsta flokk. Í dag virðist raunin vera önnur, tímabilin að hverfa smán saman og menn farnir að stunda sína útivist þegar hentar. Fjallaskíðaferðir og farnar lengra fram á vorið, gönguferðir gengnar allan ársins hring og hjólreiðarnar fá enga hvíld, bara nýtt umhverfi þegar hjólunum er skellt á æfingartækin og inn í skúra. Heilu hóparnir eru nú að myndast í kringum áhugamálin, fólk að hittast eftir vinnu á virkum dögum og svitna saman og helgarnar eru nýttar í útivistina og hleðslu rafhlaðna fyrir komandi viku. Útivistin er lífstíll…og ekki aðeins fyrir þessa klikkuðu.

Það er því okkar von að þessi vefur geti verið sameiginlegur vettvangur fyrir þessa þyrstu útivistarkappa…og ekki bara þessa klikkuðu!

Comments are closed.