Press "Enter" to skip to content

Posts published in “Leiðarlýsingar”

Búrfell á Þingvöllum (783m)

Ætli Búrfell sé ekki eitt af algengustu heitum á Íslandi, þau eru það mörg að nauðsynlegt er að nefna í hvaða landshluta maður er að fara þegar talað er um fjallið. Að þessu sinni ætlum við á Þingvelli! Þegar ekið er á Þingvelli stendur Búrfellið á vinstri hönd og berst…

Hvalfell (852m)

Í Hvalfirði er að finna mikið magn af fallegum tindum og höfum við áður fjallað um nokkra þeirra. Að þessu sinni ætlum við að heimsækja þann sem kenndur er við fjörðinn sjálfan, Hvalfellið góða. Þó það gnæfir 852m metra yfir sjávarmáli þá er fjallið skilgreint sem fell vegna flats topps…

Vatnshlíðarhorn í Krýsuvík (385m)

Ást okkar á Krýsuvík leynir sér ekki, þetta svæði hefur gjörsamlega allt! Hvort sem maður er að leita að stuttri og skemmtilegri göngu, lengri og aflíðandi eða krefjandi klifri, það finnst allt hérna í bakgarðinum! Að þessu sinni ætlum við kynnast Vatnshlíðarhorni, þeim tindi sem blasir við manni þegar komið…

Húsfell í Hafnarfirði (288m)

Við hliðina á Helgafelli í Hafnarfirði, fjalli allra fjalla, stendur minni hóll sem færri fara en gefur þó ekkert eftir. Húsfell er 288m hátt og gangan að því er töluvert lengri en að Helgafelli þó fjöllin deila leið að hluta. Gengið er að Kaldá og farið þar til vinstri í…

Þyrill í Hvalfirði

Inn í Hvalfirði má finna nokkrar perlur sem fjallgöngufólk má ekki láta fram hjá sér fara. Þyrill (393m) er eitt þeirra fjalla, auðvelt yfirferðar og verðlaunar mann með stórkostlegu útsýni. Kíkjum aðeins betur á það.

Úlfarsfell

Þó þetta sé ekki það hæsta í bransanum er Úlfarsfellið engu að síður eitt vinsælasta fjallið á höfuðborgarsvæðinu og notað af ansi mörgum daglega sem æfingarfjall. Í dag ætlum við að skjótast hratt upp á það.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar, Móskarshnjúkar eða jafnvel Móskarðahnúkar…hvort sem við notum þá erum við að tala um tindana tvo sem liggja austan megin í Esjunni. Tindarnir sem virðast alltaf vera baðaðir í sólskini.

Helgafell í Hafnarfirði

Þau eru nokkur Helgafellin og að þessu sinni ætlum við að fjalla um það sem stendur við Kaldársel í Hafnarfirði. Heimafjall Hafnfirðinga og eitt vinsælasta fjallið á höfuðborgarsvæðinu.

Búrfellsgjá við Heiðmörk

Við eða í Heiðmörk liggur falin perla sem gaman er að heimsækja, gangandi, hlaupandi, hjólandi, það er allt hægt í Búrfellsgjá. Þetta er skemmtileg og auðveld ganga og oft góð sem fyrsta ganga fyrir alla fjölskylduna óháð aldri.