Í haust ræddum við um sokka, mikilvægi þeirra og hinar ýmsu tegundir. Við hvetjum alla til að kynna sér þá færslu því í dag ætlum við að mæla með einu pari í jólapakkan!
Til eru óteljandi tegundir af sokkum í hinum og þessum verslunum og ekki furða að maður fyllist valkvíða. Við ætlum því að reyna að leysa það vandamál að þessu sinni og mæla sérstaklega með Multi Medium sokkunum frá Devold sem fást í Ellingsen.
Fyrir það fyrsta eru þetta frábærir sokkar gerðir úr 2/3 hluta úr merino ull og því einstaklega hlýjir. Þeir nýtast því vel í göngurnar í sumar en líka í léttrar vetrargöngur. Við mælum við medium útgáfunni þar sem hún er ekki of þykk en mjúk og þægileg. Þeir koma í tveimur litum, ná vel yfir ökla og eru með auka styrkingu á tám og í hæl. Munið bara, eins og við komum inn á í færslunni í haust, að skipta reglulega um sokka, ekki bíða eftir því að þeir slitni þar sem efnin í dag eru svo sterk. Sokkurinn verður harður og óþægilegur áður en hann slitnar.
Þetta eru frábærir göngusokkar og eins og fyrr segir fást þeir í Ellingsen og kostar parið 2.490kr.