Press "Enter" to skip to content

Af Stað!

Blákollur í Jósepsdal (532m)

Á þessari leið sem við segjum frá hér er gengið upp og niður sömu leiðina en margir möguleikar eru þó í boði vilji fólk lengja daginn sinn og fara hring um svæðið. Við keyrum Suðurlandsveginn í átt að Hveragerði framhjá Litlu kaffistofunni, upp brekkuna að áminningarskilti Umferðarstofu þar sem bílhræunum…

GPS úr – er það nóg?

Við lifum á tæknitímum þar sem framþróun er hröð og ný tæki koma ört út og auðvelda okkur lífið. Þar eru heilsu- og GPS úr ekki undanskilin. Þróunin í þeim geira hefur orðið gífurleg og í dag er hægt að vera með fullkominn æfingafélaga á höndinni sem fylgir manni hvert…

Útkall! Það er komið eldgos!

Margir ætla eflaust að leggja leið sína að gosstöðvum í Geldingadal um páskana og njóta náttúrunnar eins og hún gerist best. Þetta sjónarspil, þessi kraftur, þetta er eitthvað sem flestir ættu að upplifa! En að upplifa og upplifa er ekki það sama. Hér ætlum við að stikla aðeins á því…

Stóri Meitill (514m)

Við fjölluðum um Litla Meitil um daginn og nú er komið að þeim stóra, Stóri Meitill er það! Stóri Meitill liggur á Hellisheiðinni, fremst inn í Þrengslum og best er að leggja við malarnámuna góðu þegar gengið er á fjallið. Leiðin upp er fjölbreytt og bíður upp á frábæra æfingu.…

Skel…fyrir hendur?

Það er mígandi rigning og það bætir í vind. Við erum stödd upp á fjalli og ekki á því að láta smá bleytu stoppa okkar! Förum í bakpokann okkar og drögum fram skelina, jakkann og buxurnar og á núll einni erum við orðin tiltölulega vatnsheld og tilbúin í framhaldið. Hettan…

Útivistin á skjálfta tímum

Í ljósi þeirra jarðhræringa sem hafa átt sér stað í dag er gott að minna allt þyrst útivistarfólk á að fara varlega þegar haldið er til fjalla um þessar mundir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er meðal annars við grjóthruni. Myndir dagsins frá Krýsuvík…

Litli Meitill (465m)

Innst inn í Þrengslum á Heillisheiði liggur Litli Meitill, fallegur og skemmtilegur tindur sem hentar öllum þeim sem eru að safna nýjum fjöllum í safnið. Tindurinn, ef svo mætti að orði komast, er ekki sá hæsti í brannsanum en hann kemur skemmtilega á óvart með hverju skrefinu á leiðinni upp.…

Mánudagstips í vetrarfjallamennsku

Það er rok úti, snjókoma og lítið skyggni. Maður hylur allt andlitið nema augun, þau þurfum við víst að nota áfram. Nú fýkur allt framan í mann og erfitt að sjá hvert skal halda – og akkúrat þá koma skíðagleraugun til sögunnar! Skíðagleraugu eru ekki aðeins notuð við skíðaiðkunn heldur…

Jólagjafahugmynd – Upplifun!

Það er korter í jól og ég hef ekki hugmynd hvað skal gefa! Hver hefur ekki lent í þessu…að ofanda, stressast upp og hafa ekki hugmynd hvað skal gefa þeim útivistargarpa eða gyðju sem á allt og vantar ekkert. Þá er bara eitt eftir, gefðu upplifun! Um þessar mundir blómstra…