Press "Enter" to skip to content

Kuldi í gönguskóm

Ert þú týpan sem finnur fyrir kulda í gönguskóm á löngum göngum? Ertu í þrennum ullarsokkum bara til að reyna að halda hita? Eða ertu kannski komin/n á það að hætta við gönguferðir þegar hitastigið fer undir 0°C?

STOP. Ekki gera það!

Kuldinn sem við finnum á göngu þegar hitastigið fer að lækka kemur oft frá skósólanum. Kuldinn leiðir upp frá yfirborðinu sem við göngum á, t.d. jöklum eða snjó, í gegnum skósólann og beint upp í lappirnar. Oft er manni heitt ofaná ristunum en ískalt undir iljunum. Við þessu er hins vegar gott ráð og það er að skipta um innlegg og notast við svokölluð ullarinnlegg!

Ullarinnleggin eru gerð úr blöndu ullar og pólýesters og eru þunn og mjúk. Þau henta því mjög vel inn í allar tegundir af skóm, t.d. í gönguskó. Innleggin eru einnig ódýr og kosta um 2.000kr í flestum skóverslunum og eru versluð eftir skóstærð.

Á öllum vandamálum eru til lausnir og hér er ein sem nýtist vel á köldum dögum. Njótum vetrarins sem framundan er!