Press "Enter" to skip to content

Vatnsbrúsar og kuldi

Nú þegar það er farið að kólna í lofti og frostið mætt á svæðið er gott að rifja upp nokkra punkta varðandi vatnsbrúsa og hvaða áhrif frost hefur á þá.

Það getur verið bagalegt að lenda í því að það sé frostið í öllum drykkjum og brúsum í miðri göngu. Fyrir utan óþægindin sem því fylgja er það líka hættulegt þar sem líkaminn okkar hættir ekki að svitna þótt kalt sé í veðri, við þurfum því að drekka áfram og ekki láta það sitja á hakanum.

Hér að neðan eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga í frostinu á komandi tímabili:

Notum brúsa með stórum stút og skrúftappa – flæðið í gegnum stútinn er meira og því minni líkur á því að það frýs í vökvanum á leiðinni út. Einnig er alltaf hægt að brjóta ísinn ef um stóran stút er að ræða og það er farið að frysta í honum.

Forðumst brúsa með þrýstistút – þar sem gatið er svo smátt þá eykur það líkurnar til muna að það muni frjósa í því. Dæmi um þannig brúsa er t.d. hefbundnir líkamsræktarbrúsar.

Notum frekar brúsa gerða úr hertu plasti heldur en mjúku – hert plast hefur betri einangrun og minnkar líkurnar á því að það myndast frost í brúsanum, það gefur því mun betri reynslu en t.d. mjúkir brúsar eins og af Powerade drykkjum.

Geymum brúsana í bakpokanum, ekki utan á honum – ofan í pokanum er meiri hiti en utan á honum.

Setjum heitt vatn á brúsa við upphaf göngu – heita vatnið kólnar í frostinu og verður orðið kalt og notalegt þegar kemur að því að drekka það. Þannig lengjum við tímann sem það hefur áður en það byrjar að frosna. Einnig er betra að drekka volgt vatn heldur en ískalt þar sem það fer minni orka í að hita það upp.

Klæðum brúsann – eins og við myndum klæða okkur til að forðast kuldan og frostið getum við gert það sama við brúsann okkar. Gott er að klæða hann í stakan vettling eða sokka. Nú eða bara setja úlpuna okkar utan um hann í bakpokanum, þetta þarf ekki að vera flókið.

Hérna eru aðeins nokkur dæmi sem gætu hjálpað við að halda vökvanum í fljótandi formi lengur en ella.