Press "Enter" to skip to content

Hvernig skal geyma svefnpoka?

Þetta er góð og gild spurning sem kemur upp í huga manns þegar útilegubúnaðurinn fer í geymslu yfir veturinn. Svefnpokar eru oft á tíðum stór fjárfesting og því mikilvægt að hugsa vel um þá til þess að geta notið þeirra sem lengst. Geymsla þeirra skiptir því miklu máli!

Flestir góðir svefnpokar eru fylltir með dún eða blöndu af honum. Þó svo að rétt geymsla á þeim pokum skiptir miklu máli á þetta einnig vel við um poka fyllta með gerviefnum.

Dúnninn í pokunum býr yfir þeim eiginleika að geta dregið mikið loft í sig og þannig haldið hita á okkur. Þegar dúnninn er klesstur saman í lengri tíma, vikur og mánuði í senn eins og oft gerist yfir veturinn, verður hann þéttari og dregur úr sínum náttúrulegu eiginleikum. Þess vegna skiptir mestu máli að geyma svefnpokann rétt, ekki samanþjappaðan í burðarpokanum sínum heldur frekar brotinn létt saman upp í hillu eða upphengdan. Með felstum svefnpokum í dag fylgir geymslupoki, sérstakur netapoki sem hægt er að geyma í. Hann þjappar svefnpokanum ekki saman og leyfir lofti að komast að dúninum. Þetta er það mikilvægasta í geymsluferlinu.

Annað sem er mikilvægt líka er að geyma pokan aldrei skítugan. Ef við höfum einn tjaldmorguninn helt smá hafragraut á pokan þá er mikilvægt að þrífa það vel af þegar heim er komið og passa að ná öllu úr efninu, nota til þess t.d. tannbursta og strjúka létt yfir skítuga svæðið. Þá er einnig góð regla að þurrka pokan vel af öllum raka, eftir nóttina og áður en hann fer upp í hillu. Raki og dúnn fara ílla saman til lengri tíma í geymslu.

Svo að lokum, ef einhvern tímann er tækifæri til að setja svefnpokann í hreinsun er það rétt áður en hann fer upp í skáp yfir veturinn. Þannig tryggir maður að hann verðir hreinn, þurr og tilbúinn fyrir næsta útilegutímabil!

Ferðaáætlun 2025 er komin út!