Press "Enter" to skip to content

Helgafell í Hafnarfirði (338m) – í gegnum gatið

Við höfum áður fjallað um fell allra fella, Helgafellið góða í Hafnarfirði en nú ætlum við að fara aðeins aðra leið…í gegnum fræga gatið.

Eins og áður hefjum við leikja á bílastæðinu og göngum í átt að fellinu. Þegar komið er á sléttuna fyrir framan þá beygjum við til hægri og fylgjum slóðanum eftir öllu fellinu, þangað til við erum komin á bakvið það og snúum í átt að Bláfjöllum.

Meðfram fellinu

Þar halda stikurnar skyndilega upp, já upp bratta brekku sem í fyrstu sýn lítur ekki út fyrir að vera mikið farin. En trúið okkur, þarna er leið.

Við göngum upp að bjarginu og þessi fallegi hraunbogi blasir við okkur, gatið sjálft. Að sjálfsögðu höldum við áfram og göngum í gegnum það og upp klöppina þar. Lítum aftur fyrir okkur og við blasir þessa fallega sýn, slóðinn okkar alla leið frá botni fjallsins og upp í gegnum gatið. Skemmtileg tilbreyting á þessari “venjulegu” göngu.

Séð upp leiðina

Eftir að búið er að mynda útsýnið í tætlur höldum við áfram upp á fellið og fylgjum stikum, í fjarska mun toppurinn blasa við okkur, sá sami og venjulega en núna frá öðru sjónarhorni! Frábært að prófa þessa nýju leið!

Tröllkall?

Gangan er eins og aðrar Helgafellsgöngur, skemmtileg og ekki mjög krefjandi þó svo að slóðinn í gegnum gatið sjálft er ekki eins þjappaðu og mikið farinn og aðrir. Við mælum 100% með þessari leið!

Útsýnið af toppnum

…af stað nú, allir að prófa þessa nýju leið!