Press "Enter" to skip to content

GPS – verð ég?

…eins og með annað tengt búnaði þá nei, þú verður ekki…en er það betra, já, svo sannarlega.

GPS tæki hjálpa okkur ekki bara að rata á næsta ævintýri, næsta tind eða heiði heldur hjálpa þau okkur að rata heim. Og ef það er eitthvað mikilvægara en að komast á næsta ævintýri þá er það að komast örugglega heim.

Mýtan sem kemur reglulega upp er að GPS er ekki alltaf nauðsynlegt, sumar leiðir þekkir maður eins og handabakið á sér og oftar en ekki er gott veður með frábæru skyggni. Tækið er ekki alltaf nauðsynlegt…eða hvað?
Þegar þessi hugsun kemur upp er oftast nóg að spyrja sjálfan sig “hvað ef”.
Hvað ef veðrið breytist á eftir?
Hvað ef skyggnið versnar eða hverfur alveg?
Hvað ef ég dett á hausinn, vankast við það og gleymi í hvort áttina ég sný?
Hvað ef…hvað ef…

Og það eru þessi “hvað ef” móment sem fá okkur til að taka réttar ákvarðanir. Ef við erum rétt búin undir “hvað ef” mómentin þá minnkum við líkurnar á slysum eða öðrum atvikum sem við myndum síður vilja lenda í.

Hver er ástæðan fyrir skeljakkanum í bakpokanum um mitt sumar? Eða afhverju ganga allir fastir í línu upp á Hvannadalshnúk? Eða afhverju hjólar maður með hjálm….já eða notar bílbelti. Það er vegna þessara “hvað ef” mómenta, þessa tilvika þar sem réttur búnaður mun skipta öllu máli.

GPS tæki? Er það alltaf nauðsynlegt? Svarið ætti að liggja í augum uppi…

Við mælum líka með þessum pistli um GPS:
Grunnatriði GPS: Fyrri hluti – val á tæki
Grunnatriði GPS: Seinni hluti – Notkun

…af stað nú, allir að kynna sér GPS tæknina sem í tækjum okkar býr!