Press "Enter" to skip to content

Jólagjafahugmynd – AKU Alterra GTX gönguskór

Maður getur alltaf við sig gönguskóm bætt…eða var það ekki þannig? Okkur þykir allavega gaman að prófa nýja skó, nýjar tegundir og týpur. Eftir að Alterra GTX skórnir frá AKU komu til sögunnar hefur þó verið erfitt að prófa eitthvað annað!

Alterra GTX skórnir frá AKU fást í GG Sport og koma bæði í karla og kvenna útgáfum. Þetta eru léttir gönguskór, háir upp að ökla og veita því frábæran stuðning. Þeir eru gerðir úr rúskinn sem gerir skónna einstaklega létta og mjúka…maður finnur varla fyrir þeim og svífur um. Þeir eru með GoreTex filmu sem gerir þá vatnshelda og með góðri öndun. Þeir nýtast því vel á sumrin á Esjunni en einnig í snjó og meiri bleytu. Sem dæmi þekkjum við til nokkura sem fóru í þessum í jöklaferðir á síðasta vetri, t.d. upp á Snæfellsjökul og Eyjafjallajökul. Það er lítið mál að festa brodda undir þá fyrir enn meira grip og stuðning á hálum svæðum.

Skórnir eru með Vibram sóla og góðum hæl sem gerir þá góða í bakpokaferðalög, þeir styðja vel við alla leið upp í bak.

Það er hægt að telja enn fleiri kosti Alterra skónna en við mælum með því að fólk máti og myndi sér sína skoðun því þegar það kemur að skóvali þá er það mjög persónubundið og fer eftir fæti hvers og eins, hvernig þeir liggja og hvaða stuðning þeir veita. En hvað tækniatriðin varðar þá klikka þessir aldeilis ekki!

Þetta eru frábærir gönguskór á enn betra verði, fást í GG Sport eins og áður segir og kosta 31.990kr.