Press "Enter" to skip to content

Jólagjafahugmynd – Garmin Fenix 5 úr

Um daginn mældum við með einföldu snjallúri fyrir þann sem er duglegur að fylgjast með gangi mála á markmiðum sínum, skrefafjölda per dag o.fl. upplýsingum. Einfalt er gott en dugar ekki alltaf fyrir græjusjúklinginn í fjölskyldunni. Í dag ætlum við því að mæla með frábæru GPS heilsuúri frá Garmin, rollsinum í þessum bransa, Fenix 5.

Heilsuúrin frá Garmin hafa ávalt verið þekkt fyrir frábær gæði og áræðanleika og settum við þau á Topp 5 listan okkar fyrr á árinu. Þau eru uppfull af fítusum sem hægt er að týnast í, mæla allt sem hægt er tengt daglegri heilsu og eru síðan frábær ferðafélagi í útivistinni með sínum innbyggða GPS eiginleika. Þau geta rakið leiðina sem hefur verið farin og sýnt alla helstu tölfræði tengt henni, hvort sem um fjallgöngur eða aðra hreyfingu er um að ræða.

Úrin eru mjög sterklega byggð, þola mikið hnjask og eru vel vatnsheld. Þau tengjast með bluetooth við síma og er hægt að skoða allar upplýsingar enn nánar í Garmin Connect appinu. Þar vistast þær líka og því hægt að greina allt marga mánuði og ár aftur í tímann. Eftir áralanga notkun mælum við 100% með Fenix úrunum.

Garmin Fenix úrin fást í nokkrum útgáfum í Garmin Búðinni Ögurhvarfi 2 og kosta frá 79.900kr.