Press "Enter" to skip to content

Jólagjafahugmynd – Mi Band 3 snjallúr

Fyrir þann sem setur sér markmið og keppist við að ná þeim á hverjum degi er snjallúr frábær jólagjöf. Þau auðvelda alla eftirfylgni og geta gert manni glaðan dag. Mi Band 3 frá Xiaomi er lítið og nett snjallúr sem sýnir manni allt það helsta á auðveldan hátt.

Snjallúrin í dag eru mörg og misjöfn og hægt er að eyða dögunum saman í skoðanir og rannsóknarvinnu. Úrið sem við mælum með er lítið og nett, ódýrt og sýnir manni allt það sem þarf án vandkvæða.

Það sem okkur finnst skipta mestu máli þegar kemur að ódýrum og einföldum snjallúrum er að þau séu vatnsheld, þægileg, með góðri rafhlöðuendingu og sýna gögnin á einfaldan hátt. Sem sagt, kröfurnar eru “einfaldleiki” að mestu.

Mi Band 3 er lítið og nett úr sem hægt er að skipta um ólar á, notandinn getur því valið sér ólar eftir skapi eða tilefni. Úrið sýnir allar helstu upplýsingar eins og skrefafjölda, kaloríubrennslu og það fylgist með svefni. Það er með innbyggðum púlsmæli sem gerir allar upplýsingar mjög nákvæmar ásamt því að geta fylgst með púlsinum yfir daginn. Allt þetta færist síðan yfir í appið í símanum og geymist þar. En til viðbótar við þessar grunnupplýsingar býr úrið yfir skemmtilegum auka fítusum eins og að sýna skilaboð sem berast í símann, geta svarað og endað símtöl, skoðað veðurspár o.fl.

Á æfingu skynjar úrið átök og sýnir allar helstu upplýsingar, t.d. á hlaupum kemur fram hraði, meðalhraði, vegalengd o.fl. Úrið er vatnshelt og því hægt að nota í sundi.

Það er með 3-9 daga rafhlöðuendingu ef púlsmælirinn er notaður öllum stundum (sem við mælum með) en annars getur maður farið hátt í 20 daga á einni hleðslu.

Úrið er hægt að fá í netverslun Mi á Íslandi og kostar það aðeins 8.990kr.