Press "Enter" to skip to content

Broddar fyrir vetrarbrölltið

Veturinn nálgst með hverjum degi og því ekki seinna að vænta en að huga að broddamálum. Að vera með góða brodda í bakpokanum fer að verða nauðsynlegt þegar halda á á fjöll og hérna ætlum við að fjalla um eina tegund þeirra.

Svokallaðir “esjubroddar” hafa reynst vel í auðveldum fjallgöngum og mælum við 100% með þeim. Þegar átt er við auðveldar fjallgöngur er verið að tala um t.d. Esjuna upp að steini, Úlfarsfell, Helgafell o.fl. Göngur sem eru að öllu jöfnu auðveldar yfirferðar en krefjast meira grips að vetri til. Hafið þó í huga að þessir broddar henta alls ekki í jöklagöngur eða mjög mikinn bratta.

Þetta eru grófir broddar með mörgum tönnum. Þeir koma í S-XL stærðum og fara þær eftir skóstærð. Broddarnir teygjast yfir skónna og eru sumir með auka frönskum renniláns til að festa þá enn frekar. Hægt er að brýna tennurnar á þeim aftur ef þær fara að slitna eða ryðga og ætti settið því að enadst ansi vel, miðað við notkun.

Hérna er hægt að kíkja á video af því hvernig fara á í þá – HÉR

Broddana er hægt að fá í Fjallakofanum eða GG Sport.

Við mælum frekar með þessum heldur en venjulegum gormabroddum þar sem þessir veita mun meira grip og endast betur, eru sérstaklega gerðir fyrir brattari brekkur og veita meira öryggi í hliðarhalla þar sem þeir festast þétt undir skóinn og fara ekki á neina ferð.

 

Af stað nú…allir í brodda!

Comments are closed.