Umræðan um orkugel og notkun þeirra kemur oft upp í útivist, á að nota þau, hvernig, virka þau o.fl. Þetta eru góðar pælingar þar sem upplýsingarnar eru á allavega sem þeim fylgja. Hérna ætlum við að stikkla á nokkrum atriðum.
Til að einfalda þetta alveg þá eru orkugel litlar umbúðir með fljótandi kolvetnum. Þau koma oftast í 40-60ml pakkningum og eru því mjög fyrirferðalítil. Þau eru hins vegar full af kolvetnum og öðrum steinefnum og söltum sem hjálpa líkamanum við að takast á við átök og fylla á orkubirgðir. Sum gel innihalda einnig koffeín sem gefur þetta extra “kikk” þegar maður þarf á því að halda. Gelin þarf ekki að blanda við vatn og því hægt að neyta í einum sopa án mikillar fyrirhafnar. Þetta er jákvætt ef maður stundar útivist sem gefur ekki kost á löngum stoppum, t.d. hlaup eða hjólreiðar.
Að nota gel er ekki flókið en hver og einn þarf að finna sitt rétt magn. Ekki er ráðlagt að nota fleiri en 2 per klukkustund og er þá einungis ef átökin eru mikil og engin önnur orkuefni séu notuð með, s.s. orkudrykkir. Ástæðan fyrir þessu er sú að gelin geta haft neikvæð áhrif á meltinguna ef líkaminn fær of stóran skammt af kolvetnum í einu. Meltingin getur farið í hring og okkur verður mál…settlega orðað. Pössum því inntökuna vel. Við mælum ávalt með því að hver og einn prófi eitt gel áður en í átök er komið, t.d. bara fyrir framan sjónvarpið. Með þessum hætti er hægt að ganga úr skugga um að magi manns ráði við orkuna sem í þeim er.
Að lokum…við mælum með því að nota orkugel skynsamlega í bland við almenna næringu. Tökum fjallgöngur sem dæmi þar sem gott er að vera með orkugel með sér í bakpokanum en það kemur ekki í staðinn fyrir gott og næringaríkt nesti.
Af stað nú…allir að prófa eitt gel!
Comments are closed.